Fóru í landsliðsferð á nýársmorgun: Markmiðið að komast á Smáþjóðaleikana

matthias haraldsTveir austfirskir blakmenn voru í A-landsliðum Íslands sem flugu til Lúxemborgar um það leiti sem aðrir landsmenn hættu að fagna ári að morgni nýársdags. Ferðin var liður í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikanna sem verða hérlendis í júní.

„Smáþjóðaleikarnir eru stærsta verkefni blaklandsliðsins og það er markmiðið að vera í liðinu á leikunum," segir Matthías Haraldsson.

Hann og Valgeir Valgeirsson voru í karlalandsliðinu sem kvaddi Ísland klukkan fjögur á nýársdagsmorgun til að taka þátt í Novotel-bikarnum í Lúxemborg. Þeir komu heim í byrjun vikunnar.

Á mótinu var spilað við Dani, Norðmenn, Svisslendinga og heimamenn. Liðið tapaði öllum sínum leikjum 0-3 en Matthías segir samt að liðið hafi fengið góða reynslu út úr leikjunum.

Kvennalandsliðið spilaði einnig á mótinu. Enginn núverandi leikmaður Þróttar var í liðinu en nokkrir fyrrverandi, þeirra á meðal Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir sem spilaði sinn fimmtugasa landsleik.

Smáþjóðaleikarnir eru haldnir á tveggja ára fresti og verða í ár í Reykjavík 1. – 6. júní. Þeir voru síðast í Lúxemborg þar sem Matthías var þjálfari kvennaliðsins og hann spilaði árið 2003 þegar leikarnir voru haldnir á Möltu.

„Nú þarf maður að halda sér heilum og æfa vel til að komast í liðið. Ég get ímyndað mér að það verði geggjað að spila fyrir fullri frjálsíþróttahöll í Laugadalnum með körfuboltalandsliðið í næsta sal."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.