Heiðdís valin íþróttamaður Hattar

hottur 06012014 1Knattspyrnukonan Heiðdís Sigurjónsdóttir var útnefnd íþróttamaður Hattar á Egilsstöðum á þrettándagleði félagsins í gær. Hafsteinn Jónasson og Elín Sigríður Einarsdóttir fengu starfsmerki fyrir áralangt starf fyrir félagið.

Heiðdís, sem nýverið skipti yfir í úrvalsdeildarlið Selfoss, var fyrirliði meistaraflokks Hattar í sumar. Hún lék að auki fimm leiki með U-19 ára landsliði Íslands sem tryggði sér þátttökurétt í milliriðli fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem verður í Ísrael.

Deildir Hattar útnefna hvern sinn íþróttamanninn en auk Heiðdísar voru tilnefnir: Guðjón Hilmarsson, blak, Kristinn Már Hjaltason, fimleikar, Atli Pálmar Snorrason, frjálsíþróttir og Hreinn Gunnar Birgisson, körfuknattleik.

Þá voru veitt starfsmerki Hattar í þriðja sinn en þau hljóta einstaklingar sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu félagsins til lengri tíma.

Hafsteinn Jónasson hefur verið formaður aðalstjórnar, setið í stjórn körfuboltadeildar í rúmlega 10 ár og gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum og hlaut starfsmerki UÍA 2012.

Elín Sigríður hefur meðal annars gegnt formannstöðu hjá fimleikadeild og skíðadeild. Einnig hefur hún setið í stjórn frjálsíþróttadeildar og verið virkur þátttakandi í foreldrastarfi ýmissa deilda. Þá hefur hún verið skoðunarmaður reikninga ýmissa deilda.

Myndir: Jón Tryggvason

hottur 06012014 2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.