Blak: Systur spiluðu í liði Þróttar

heida elisabet helena kristin blak nov14 web2Systurnar Helena Kristín og Heiða Elísabet Gunnarsdætur spiluðu í fyrsta sinn saman fyrir meistaraflokk Þróttar í blaki um helgina þegar Norðfjarðarliðið vann Þrótt úr Reykjavík og náði í sín fyrstu stig í vetur.

Helena Kristín hefur leikið með LA Tech háskólanum í Texas í Bandaríkjunum en er stödd hérlendis í vetrarfríi og hljóp í skarðið vegna veikinda í liðið Norðfjarðarliðsins.

„Það var ótrúlega gaman að fá að vera með um helgina þótt blakið hér sé mjög ólíkt blakinu úti," sagði Helena Kristín í samtali við Austurfrétt.

Heiða Elísabet er átta árum yngri og á sínu fyrsta ári með meistaraflokki. „Ég byrjaði einmitt líka í 9. bekk," segir stóra systir.

„Það var mjög gaman að fá að spila með henni og ég hlakka rosalega mikið til að sjá hana vaxa á vellinum."

Liðin mættust tvisvar. Norðfjarðarliðið vann 3-0 á föstudag (25-23, 25-18 og 25-16) og 3-1 (15-25, 25-12, 25-16 og 25-11) á laugardag. María Rún Karlsdóttir skoraði flest stig fyrir Þrótt Neskaupstað í báðum leikjum en Sunna Þrastardóttir fyrir Þrótt Reykjavík.

Þar með vann liðið sína fyrstu leiki í Íslandsmótinu í vetur. „Liðið er ungt og efnilegt og ég held að þær geti komið á óvart í vetur. Þær hafa tekið miklum framförum síðan í byrjun tímabils og eru enn á uppleið. Mér fannst þær spila vel um helgina en veit að þær eiga mikið meira inni," sagði Helena.

Mynd: Blakdeild Þróttar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.