Körfubolti: Öruggur sigur Hattar á ÍA - Myndir

karfa hottur ia nov14 0002 webHöttur heldur toppsæti fyrstu deildar karla í körfuknattleik eftir öruggan 101-80 sigur á ÍA á Egilsstöðum í kvöld. Fyrirliðinn segir að lagt hafi verið upp með að fylgja eftir góðu gengi í síðustu leikjum.

Höttur byrjaði vel, skoraði sjö fyrstu stigin og komst í 12-2 strax í fyrsta leikhluta. Gestirnir minnkuðu þann mun í 17-16 en Hattarmenn bitu aftur frá sér og skoruðu sjö síðustu stigin í leikhlutanum.

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, átti ótrúlegan kafla í öðrum leikhluta þegar hann skoraði fjórar þriggja stiga körfur á tveggja mínútna kafla og ekki var langt í að fimmta þriggja stiga skotið í röð færi ofan í.

Í stöðunni 48-31 virtust Hattarmenn þeirrar skoðunar að mótherjar væru sigraðir. Þeir slökuðu á og spiluðu kæruleysislega þannig að Skagamenn skoruðu 31 stig í leikhlutanum og voru 54-49 undir í hálfleik.

Hattarliðið gaf hins vegar engin færi á sér í seinni hálfleik. Þreyta fór að segja til sín hjá Skagamönnum og henni fylgdi pirringur þannig að liðið fékk á sig tvær tæknivillur fyrir kjaftbrúk.

Í lok þriðja leikhluta var Höttur kominn í 78-59 og undir lok fjórða leikhluta fengu yngri leikmenn að spreyta sig. Kaninn Tobin Carberry var hvíldur, enda búinn að skora 31 stig en táningurinn Einar Bjarni Hermannsson setti niður þrist í fyrsta skipti sem hann snerti boltann.

„Við lögðum upp með að stoppa Kanann þeirra því ef hann kemst á skrið getur hann skorað frá miðju ef hann vill. Aðallega snérist þetta um að spila vel eins og í síðustu leikjum," sagði Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar, fyrirliði Hattar, í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Sem fyrr segir var heimaliðið með örugg tök á leiknum nema á kafla í öðrum leikhluta. „Menn misstu hausinn og ætluðu að fara of geyst en gleymdu að spila vörn. Málið var rætt inni í klefa í hálfleik."

Hann var annars sáttur við leikinn og innkomu yngri leikmanna. „Það er mikilvægt að eiga góðan og breiðan hóp."

Viðar Örn var næst stigahæstur Hattarmanna með 22 stig og Hreinn Gunnar Birgisson skoraði 18. Fannar Freyr Helgason skoraði 18 stig fyrir ÍA og Zachary Jamarco 24.

karfa hottur ia nov14 0003 webkarfa hottur ia nov14 0017 webkarfa hottur ia nov14 0018 webkarfa hottur ia nov14 0032 webkarfa hottur ia nov14 0034 webkarfa hottur ia nov14 0040 webkarfa hottur ia nov14 0044 webkarfa hottur ia nov14 0048 webkarfa hottur ia nov14 0057 webkarfa hottur ia nov14 0060 webkarfa hottur ia nov14 0062 webkarfa hottur ia nov14 0070 webkarfa hottur ia nov14 0072 webkarfa hottur ia nov14 0073 wwebkarfa hottur ia nov14 0076 webkarfa hottur ia nov14 0077 webkarfa hottur ia nov14 0078 webkarfa hottur ia nov14 0083 webkarfa hottur ia nov14 0087 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.