Knattspyrna: Átta Austfirðingar í liði ársins í annarri deild

fotbolti kff huginn 04072014 0026 webÁtta af ellefu aðalmönnum í liði ársins í annarri deild karla og tveir af sjö varamönnum spiluðu með austfirskum liðum. Leikmaður ársins, sá efnilegasti og þjálfari sumarsins komu úr röðum Fjarðabyggðar.

Það voru þjálfarar og fyrirliðar liðanna í deildinni sem völdu liðið en það var opinberað á uppskeruhátíð Fótbolta.net um helgina.

Brynjar Jónasson, sóknarmaður Fjarðabyggðar sem kom frá FH fyrir tímabilið, skoraði nítján mörk í deildinni og var valinn bæði leikmaður ársins og efnilegastur. Hann hlaut einnig verðlaun sem efnilegasti leikmaður tímabilsins.

Alls fengu tólf leikmenn tilnefningar sem leikmenn ársins, þeirra á meðal Tommy Nielsen, Kile Kennedy, Stefán Þór Eysteinsson og Andri Þór Magnússon úr Fjarðabyggð og Milos Ivankovic og Marko Nikolic úr Huginn.

Brynjar Gestsson var kjörinn þjálfari ársins með yfirburðum en hann fékk 17 atkvæði af 22 mögulegum. Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins var annar af hinum þjálfurunum sem fengu atkvæði í valinu.

Þá átti Fjarðabyggð fimm leikmenn í liði ársins og tvo á bekknum en þrír leikmenn úr liði ársins komu úr Huginn.

Í markinu stendur Kile Kennedy, Fjarðabyggð en í vörninni Tommy Nielsen og Jóhann R. Benediktsson úr Fjarðabyggð, Milos Ivankovic úr Huginn og Guðmundur Marteinn Hannesson úr Gróttu.

Miðjumenn eru Marko Nikolic úr Huginn, Stefán Þór Eysteinsson frá Fjarðabyggð og Viggó Kristjánsson úr Gróttu.

Brynjar Jónasson, sem fékk flest atkvæði ásamt Tommy í liðið, 18 af 22 mögulegum, spilar frammi ásamt Alvaro Montejo úr Huginn og Jóni Gísla Ström, ÍR.

Þá komust þeir Andri Þór Magnússon og Emil Stefánsson úr Fjarðabyggð á varamannabekkinn.

Fjarðabyggð átti fimm leikmenn í liði ársins, tvo á bekknum og að auki fengu fimm leikmenn til viðbótar atkvæði. Fimm aðrir leikmenn Fjarðabyggðar fengu atkvæði í liðið og tveir frá Huginn.

Tommy Nielsen mun ekki spila með Fjarðabyggð næsta vetur en um helgin var tilkynnt að hann tæki við þjálfun Grindavíkur en liðin leika saman í fyrstu deildinni næsta sumar.

Fjarðabyggð og Huginn komu ný upp í 2. deildina í byrjun sumars. Fjarðabyggð vann deildina en Huginn varð í fjórða sæti.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.