Sigurður Donys: Erum komnir í úrslitakeppni um að halda sætinu

fotbolti einherji leiknir 15082014 0090 webSigurður Donys Sigurðsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Einherja, segir sérhvern leik sem liðið á eftir af Íslandsmótinu vera orðinn að úrslitaleik um hvort liðið haldi sæti sínu í þriðju deild. Liðið tapaði illa fyrir Leikni Fáskrúðsfirði á heimavelli í gærkvöldi.

„Við leggjum þessa fjóra leiki sem eftir eru upp sem úrslitakeppni. Við verðum bara að vinna þá," sagði Sigurður Donys í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Liðið á eftir einn heimaleik, gegn Víði í næst síðustu umferð en þrjá útileiki. Leikurinn í kvöld hefði ekki getað byrjað verr fyrir Einherjamenn sem fengu á sig fyrsta markið af fjórum 24 sekúndum eftir að flautað var til leiks.

„Við fengum mark beint í andlitið og eftir það varð leikurinn mjög erfiður. Þetta var langt í frá það sem við ætluðum að gera.

Við vorum peppaðir vel upp fyrir leik en það mistókst því við þurfum að vera peppaðir í eiknum en ekki bara fyrir hann. Svona hefur sagan því miður verið í sumar."

Liðið hefur aðeins skorað 16 mörk, átta mörkum minna en það lið sem hefur skorað næst fæst mörk í deildinni.

„Það er rosalega erfitt að skora þegar við framherjarnir fáum ekki meira úr að moða frá miðjunni. Auðvitað verðum við framherjarnir að skora en það hefur ekki gengið upp."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.