Viðar Jónsson: Við horfum bara á deildarmeistarabikarinn

fotbolti einherji leiknir 15082014 0098 webÞjálfari Leiknis Fáskrúðsfirði segir liðið vera búið að setja stefnuna á sigur í þriðju deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur sex stiga forskot á Hött á toppi deildarinnar eftir 0-4 sigur á Einherja á Vopnafirði í gærkvöldi.

„Við tökum bara einn leik fyrir í einu en við stefnum bara á bikarinn núna. Við verðum að stefna hátt og gerum það. Markmiðið frá því ég tók við í vor hefur verið að komast í aðra deild," segir Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis.

Liðið hafði yfirburði gegn Einherja í gærkvöldi og vann að lokum 0-4 sigur. Fyrsta markið kom strax eftir 24 sekúndur.

„Við skoruðum mark strax sem hjálpaði mikið því þeir brotnuðu.

Við lögðum upp með að mæta þeim framarlega með pressu það og gekk eftir. Þeir spiluðu framarlega og við það myndaðist pláss fyrir aftan vörnina sem hentaði mínu liði mjög vel.

Ég hefði viljað vera þremur eða fjórum mörkum yfir í hálfleik því við fengum fullt af færum. Staðan var hins vegar bara 0-2 og leikurinn snérist um þriðja markið.

Ég lagði áherslu á það við strákana í hálfleik að við myndum skora það sem við og gerðum. Eftir það var aldrei spurning um úrslit leiksins og strákarnir mega eiga að þeir gefa allt í þetta."

Það sem helst skyggir á í Leiknisliðinu eru meiðsl þeirra markahæsta manns og sonar Viðars, Kristófers Páls sem misst hefur af síðustu tveimur leikjum eftir að hafa meiðst á hné gegn Magna 30. júlí. Óttast hefur verið að hann leiki ekki meira í sumar.

„Hann fór í segulómun í dag og niðurstöður hennar verða ljósar eftir helgi. Þá kemur í ljós hvort liðbandið er tognað eða rifið. Ef það er tognað þá getur hann mögulega byrjað að æfa eftir viku og náð síðustu leikjunum en tímabilið er búið ef það er rifið."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.