Hjólað í kringum fljótið í þriðja sinn

tour de ormurinn 2013 0101 webHjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin í þriðja sinn laugardaginn 9. ágúst. Í keppninni verður hjólað umhverfis Lagarfljótið. Keppnisvegalengdirnar eru tvær, 68 km hringur og 103 km.

Keppt verður í flokkum karla og kvenna í báðum vegalengdum. Í þeirri styttri verður hægt að taka þátt í liðakeppni þar sem þrír einstaklingar keppa saman.

Að þessu sinni verður keppnin ræst frá Egilsstöðum, í stað Hallormsstaðar áður og hjólað yfir í Fellabæ og upp Fell inn í Fljótsdal. Í styttri hringnum er beygt yfir Jökulsá í Fljótsdal neðan við Hengifoss en í lengri hringnum er haldið áfram alla leið inn í dalbotn í Fljótsdal.

Í fyrra sigraði Þórarinn Sigurbergsson í 103 km keppninni með tímanum 3:49,55 klst. og setti með þar með brautarmet. Í 68 km vegalengdinni sigraði Hafliði Sævarsson á tímanum 2:30,19 klst. og setti þar einnig brautarmet.

Það eru Austurför, UÍA og sveitarfélagið Fljótsdalshérað sem standa að keppninni. Skráning er til 8. ágúst á www.traveleast.is.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.