Leikur helgarinnar: Höttur skoraði sigurmark undir lokin - Myndir

fotbolti hottur hamar juli14 0001 webHöttur komst upp í annað sæti þriðju deildar karla í knattspyrnu í gær þegar liðið vann Hamar á Vilhjálmsvelli 2-1. Leiknir heldur samt toppsætinu þar. Fjarðabyggð situr enn sem fastast í efsta sæti annarrar deildar.

Leikurinn í gær var fremur þunglamalegur og Hetti gekk illa að skapa sér færi, nema þá helst eftir föst leikatriði. Fyrsta markið skoraði Högni Helgason á 44. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti sem hrökk út í teiginn við litla hrifningu Hamarsmanna sem töldu Högna hafa verið rangstæðan.

Hamarsmenn jöfnuðu á 57. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á varnarmann Hattar fyrir að hrinda sóknarmanni Hamars.

Höttur náði aftur tökum á leiknum en gekk misvel að skapa sér fær. Óöryggi virðist hafa stungið sér niður í liðinu eftir brottför Gjoko Ilijevski en í síðustu viku var staðfest að Gunnlaugur Guðjónsson myndi þjálfa liðið út leiktíðina.

Í eitt skipti kallaði leikmaður til bekkjarins að hann vissi ekki einu sinni hvaða kerfi liðið væri að spila og pirringur þjálfaranna yfir slakri spilamennsku var sýnilegur.

Hamarsmenn fengu líka sín tækifæri og áttu meðal annars skot sem small í þverslánni.

Þremur mínútur fyrir lok venjulegs leiktíma skoraði Friðrik Ingi Þráinsson sigurmarkið þegar hann skallaði inn hornspyrnu. Varnarmaður Hamars reyndi að hreinsa frá á línu en tókst aðeins að skalla boltann upp í þverslána þaðan sem hann barst inn í markið.

Hamar tapaði á föstudag 4-2 fyrir Leikni á Fáskrúðsfirði. Gestirnir komust yfir á tólftu mínútu en Björgin Stefán Pétursson jafnaði fyrir leikni á 23. mínútu. Kristófer Páll Viðarsson kom Leikni yfir á 36. mínútu en gestirnir jöfnuðu rétt fyrir leikhlé. Marc Lladosa Ferrer og Baldur Smári Elfarsson tryggðu sigur Leiknis í einni hálfleik.

Leiknir er í efsta sæti með 23 stig eftir 10 leiki en Höttur með 20 stig úr 11 leikjum í öðru sæti. Einherji er í 9. sæti með 12 stig úr 11 leikjum og var í fríi um helgina.

Í annarri deild karla vann Fjarðabyggð Ægi á útivelli á laugardag. Brynjar Jónasson kom Fjarðabyggð yfir á 33. mínútu og í seinni hálfleik skoruðu þeir Almar Daði Jónsson og Fannar Árnason.

Huginn er í fjórða sæti deildarinnar eftir 3-1 sigur á Fjallabyggð á Seyðisfirði. Jack Hands kom Huginn yfir á 39. mínútu en gestirnir jöfnuðu á 58. mínútu. Alvaro Calleja kom Huginn yfir á 73. mínútu og Ingólfur Árnason gulltryggði sigurinn með marki úr aukaspyrnu á 79. mínútu. Hann lék síðasta leik sinn í sumar en hann heldur á næstunni til Bandaríkjanna í nám. Friðjón Gunnlaugsson fékk blómvönd frá félaginu en hann er orðinn leikjahæsti leikmaður þess.

„Fyrsta takmarkið mitt um að ná 20 stigum náðist í dag," sagði Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins, á Twitter-síðu félagsins eftir leik.

„Við byrjuðum vel en sofnuðum á verðinum eftir leikhlé. Okkur tókst samt að klára leikinn með reisn og ég er ánægður með stigin þrjú í dag."

Fjarðabyggð vann ÍR í 1. deild kvenna í gær 2-3. Elín Huld Sigurðardóttir kom Fjarðabyggð yfir strax á annarri mínútu og Andrea Magnúsdóttir bætti við marki á 29. mínútu. Hannah Claesson skoraði þriðja markið á 79. mínútu en Breiðhyltingar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma. Á föstudag tapaði Fjarðabyggð 8-0 fyrir KR. Höttur tapaði 3-0 fyrir Fram í gær í Reykjavík.

fotbolti hottur hamar juli14 0006 webfotbolti hottur hamar juli14 0009 webfotbolti hottur hamar juli14 0014 webfotbolti hottur hamar juli14 0020 webfotbolti hottur hamar juli14 0022 webfotbolti hottur hamar juli14 0024 webfotbolti hottur hamar juli14 0026 webfotbolti hottur hamar juli14 0027 webfotbolti hottur hamar juli14 0033 webfotbolti hottur hamar juli14 0034 webfotbolti hottur hamar juli14 0040 webfotbolti hottur hamar juli14 0047 webfotbolti hottur hamar juli14 0055 webfotbolti hottur hamar juli14 0058 webfotbolti hottur hamar juli14 0062 webfotbolti hottur hamar juli14 0070 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.