Leikur helgarinnar: Jafntefli í toppslag annarrar deildar

kff ir edvaldssynir1ÍR og Fjarðabyggð mættust í toppbaráttu helgarinnar í 2. deild karla í knattspyrnu á Eskifirði á laugardag. Tíðindalaus leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Leikurinn byrjaði eins og flestir leikir, hann rúllaði af stað, tíðindalítill.

Á 18. mínútu braut Sveinn Fannar Sæmundsson af sér á stórhættulegum stað fyrir ÍR, með því fylgdi gult spjald. Reynir Magnússon tók aukaspyrnu sunnanstrákanna og boltinn söng í neti heimamanna. Staðan orðin 0-1, ÍR í vil.

Á 29. mínútu komst Fjarðabyggð í stórsókn. Í hamagangnum var brotið á Tommy Nielsen í teignum, sem skilaði sér í vítaspyrnu. Brynjar Jónasson fór á punktinn og þrumaði boltanum í hægra hornið af gríðarmiklu öryggi. Markmaður ÍR manna fór illa að ráði sínu, og skutlaði sér í vitlaust horn. Staðan orðin jöfn, 1-1.

Skömmu síðar, á 33. mínútu áttu ÍR-ingar skyndisókn. Fjarðabyggð sofnuðu á verðinum og Jón Gísli Ström kom sunnanstrákum yfir á nýjan leik. Staðan orðin 1-2, ÍR í vil.

Í hálfleik skiptu Fjarðabyggð Fannari Árnasyni af velli, en í staðinn kom Víkingur Pálmason.

Leikurinn hélt áfram, jafn tíðindalítill og fréttablað gærdagsins.

Á 84. mínútu brutu ÍR-ingar á heimamönnum á eitruðum stað. Víkingur Pálmason, sem inná kom í hálfleik, tók spyrnuna, sem sveif yfir varnarvegginn, og söng í netinu. Fjarðabyggð jafnaði leikinn 2-2.

Síðustu mínútur leiksins einkenndust af miklum hamagangi, en bæði lið rembdust við að skora, en árangurinn var lítill. Einu tíðindi voru þau að ÍR-ingurinn Jón Gísli Ström fékk á sig gult spjald á 89. mínútu eftir arfaslaka tæklingu við miðjuna.

Stuttu seinna var flautað til leiksloka.

kff ir edvaldssynir2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.