Vortónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju í dag

kammerkor_egs_web.jpg
Kammerkór Egilsstaðakirkju undir stjórn Torvalds Gjerde heldur vortónleika sunnudaginn 21. apríl næstkomandi. Kórinn flytur þá ásamt hljómsveit heimamanna Te deum eftir franska barokktónskáldið Charpentier og mun það vera frumflutningur á verkinu á Íslandi. 

Te Deum er fornkirkjulegur sálmur, gjarnan eignaður kirkjufeðrunum Ambrósíusi og Ágústínusi frá 4. öld. Í verkinu fléttast saman einsöngur og kórsöngur og eru einsöngvarar úr röðum kórfélaga. Kórinn syngur einnig nokkur lög úr ýmsum áttum.

Charpentier (1643-1704) var samtímamaður Lullys og féll nokkuð í skuggann af honum en var hæfileikaríkt tónskáld þó hann sé ekki mikið þekktur í dag. Það sem heldur þó sennilega nafni hans helst á lofti er fyrsti kaflinn í þessu verki Te deum og er betur þekktur sem Evrópulagið eða Evrópustefið. Líklega heyra Íslendingar það oftast þegar þeir horfa á Júrovisjónsöngvakeppnina sem notar það sem kynningarstef.

Tónleikarnir verða í Egilsstaðakirkju kl. 17.00 og eru um klukkustundar langir.  Aðgangseyrir er 2.500 krónur og ekki er posi á staðnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.