Vopnfirsk systkini sigruðu í Tónkvíslinni

daniel_gabriela_tonkvisl_web.jpg
Vopnfirsku systkinin Daníel Smári og Gabríela Sól Magnúsarbörn unnu sinn flokkinn hvorn á Tónkvíslinni, söngkeppni framhaldsskólans á Laugum, sem fram fór um síðustu helgi.

Keppnin að þessu sinni var þrískipt. Tónkvíslin er söngkeppni framhaldsskólans en samhliða henni er haldin söngkeppni grunnskóla á norðausturhorninu. Þar keppa söngvarar frá Vopnafirði, Þórshöfn, Húsavík, Stóru-Tjörnum og Þingeyjarsveit. Að auki kepptu fulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga á Laugum.

Daníel Smári vann Laugakeppnina en hann söng lagið „More Than a Feeling“ eftir hljómsveitina Boston. Systir hans, Gabríela Sól, vann söngkeppni grunnskólanna með laginu „Take me or Leave Me“ úr söngleiknum Rent.

Alls voru 28 atriði í keppninni þetta árið og 500 manns fylltu íþróttahúsið á Laugum. Daníel Smári ávann sér með sigrinum þátttökurétt í söngkeppni framhaldsskólanna.

Daníel og Gabríela ánægð með sigurlaunin. Mynd: Örlygur Hnefill Örlygsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.