„Við óskum bara eftir fimleikahúsi“

„Eftir fyrsta tíma gat maður varla hreyft sig fyrir strengjum, þeir voru alveg að drepa mann í tvo daga,“ segir Steinunn Snædal, ein þeirra sem skráði sig í fullorðinsfimleika hjá Fimleikadeild Hattar í vetur. Að austan leit við á æfingu í vor.

Fimleikadeild Hattar er mjög öflug þrátt fyrir smæð samfélagsins og aðstöðuleysi deildarinnar, en innan hennar eru yfir tuttugu þjálfarar og 200 iðkendur á aldrinum 4-20 ára. Fimleikadeild Hattar gefur stærri deildunum á höfuðborgarsvæðinu ekkert eftir og er yfirleitt að keppa í A deild þar sem góður árangur hefur náðst.

Eftir áramót bauð deildin svo upp á fimleika fyrir fullorðna sem galvaskur hópur stundaði af kappi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.