Við bjóðum þér í heimsókn

hugvangur_opid_hus_08032013.jpg
Austurfrétt, í samstarfi við Austurnet, AN Lausnir, AXnorth, Rational Network og auglýsingastofuna Augasteina standa fyrir opnu húsi í Hugvangi á Egilsstöðum á föstudag.

Fyrirtækin hafa aðstöðu í Kaupvangi 6 þar sem síðast voru skrifstofur Kaupfélags Héraðsbúa. Húsnæðið hefur fengið nafnið Hugvangur en þar er verið að byggja upp skapandi atvinnugreinar á Austurlandi. Fyrirtækin sex eiga það sameiginlegt að starfa við upplýsingatækni og hafa komið sér upp sameiginlegri aðstöðu.

Af því tilefni verður opið hús föstudaginn 8. mars á milli klukkan 14 og 18. Gestum og gangandi er boðið að kíkja við, skoða húsnæðið og kynnast starfseminni en fyrirtækin verða með kynningar á milli klukkan 14 og 16. Heitt verður á könnunni.

„Okkur þykir frábært að vera fluttir inn í þetta nýja húsnæði og vera hluti af afar frjóum og skapandi hópi. Að auki höfum við frábært útsýni af skrifstofunni,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, nýr markaðsstjóri Austurfréttar.

„Við vonumst til að sem flestir nýti sér tækifærið til að kynnast starfseminni sem hér fer fram. Við hlökkum líka til að hitta lesendur okkar og komast í samband við þá því við viljum gjarnan heyra þeirra skoðanir á vefnum.“

Dagskrá kynninga:
Austurnet 14:00-14:20
Augasteinar 14:20-14:40
Austurfrétt 14:40-15:00
Rational Network 15:00-15:20
AN Lausnir 15:20-15:40
AXnorth 15:40-16:00

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.