VA tapaði fyrir Borgarholtsskóla í Gettu betur

va_gettubetur_13_sharp.jpg
Verkmenntaskóli Austurlands er úr leik í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, eftir 25-9 tap fyrir Borgarholtsskóla í annarri umferð keppninnar í gærkvöldi.

Strax var ljóst hvert stefndi eftir hraðaspurningarnar þar sem Borgarholtsskólaliðið stóð sig frábærlega og náði átján stigum gegn sjö stigum VA.

Lið VA skipuðu að þessu sinni Guðjón Björn Guðbjartsson, Katrín Hulda Gunnarsdóttir og Smári Björn Gunnarsson. Þjálfari liðsins var Ingibjörg Þórðardóttir, íslenskukennari.

VA tók ekki þátt í fyrstu umferðinni þar sem andstæðingur þess, starfsmenntabraut Landsbúnaðarháskólans á Hvanneyri, dró sig úr leik. Sigurvegarar í annarri umferð keppninnar komast í átta liða úrslit sem fram fara í Sjónvarpinu.

Umferðinni lýkur á mánudagskvöld. Menntaskólinn á Egilsstöðum mætir þá Verzlunarskóla Íslands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.