Unglingar á Vopnafirði mála bæinn grænan

vinavika_2012_3_web.jpgÍ dag er Græni dagurinn á Vopnafirði. Þar stendur yfir Vinavika að frumkvæði unglinganna í æskulýðsfélaginu Kýros í Hofsprestakalli.

 

Í dag munu unglingarnir í æskulýðsfélaginu fara um bæinn á skreyttum dráttavélum og mála hann grænan, þ.e. skreyta með grænum borðum, gefa grænar blöðrur fara í fyrirtæki og stofnanir, heilsa upp á gesti og gangandi og setja upp Vinavikuskilti. 

Á græna deginum eru Vopnfirðingar hvattir til að klæðast grænu og áberandi eru grænir Vinbolir sem gerðir voru í tilefni vikunnar. Seinna, Tilgangur dagsins er að minna að við erum eitt, en ekki eins. 

Á morgunn fimmtudag verður Vinaskrúðganga og á föstudaginn er Knúsdagurinn, en þá fara unglingarnir um bjóða upp á ókeypis knús, gefa barmerki og hjálpa til í verslunum og stofnunum. Á sunnudaginn með Kærleiksmaraþoni. 

Opið hús í verður í safnaðarheimilinu, boðið upp á vöfflur, skúffuköku, djús, kaffi, andlitsmálun og bílaþvott – allt ókeypis. Einnig ganga unglingarnir í hús og bjóða fram aðstoð sína við heimilisstörfin. 

Vinavikunni lýkur með Vinamessu í Vopnafjarðarkirkju, þar sem unglingarnir taka virkan þátt og syngja lag sem þau hafa verið að æfa, þá verður pítsuveisla og flugeldasýning.

Tilgangur Vinavikunnar er að minna á það sem mikilvægast er í lífinu, kærleikann og vináttuna og að við erum hvert öðru háð og þurfum að treysta hvert öðru.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.