Útskriftarnemar frá Hvanneyri heimsóttu Austurland

hvanneyringar_hringferd_0002_web.jpg

Útskriftarnemdar úr búvísindum og hestafræði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri eyddu tveimur dögum á Austurlandi í útskriftarferð sinni hringinn í kringum landið fyrir skemmstu. Hópurinn heimsótti nokkra austfirska sveitabæi og skoðaði vinnubrögðin þar.

 

Hópurinn skoðaði Hjartarstaði í Eiðaþinghá, Egilsstaðabúið og Fjóshornið sem státar af heimavinnslu úr nautaafurðum, Egilsstaði í Fljótsdal og Vallanes þar sem Eymundur Magnússon stundar lífrænan búskap. Þá naut hópurinn leiðsagnar um Borgarfjörð eystri og sögustundar hjá Hirti Kjerúlf, bónda á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal.

Fjórir Austfirðingar luku háskólaprófi frá skólanum í ár: Herdís Magna Gunnarsdóttir frá Egilsstöðum á Völlum úr hestafræði og Egill Gunnarsson frá Egilsstöðum í Fljótsdal úr búvísindum en þau voru gestgjafar samnemenda sinna á heimabúum sínum. Egill var eini Austfirðingurinn sem tók þátt í hringferðinni.

Einnig útskrifuðust Perla Sigurðardóttir, frá Mælivöllum á Jökuldal úr umhverfisskipulagi og Þórveig Jóhannsdóttir frá Brekkugerði í Fljótsdal úr skógfræði.

Við útskrift frá skólanum var Egill verðlaunaður fyrir besta árangur á BS prófi við skólann á þessu skólaári og besta árangur á búsvísindabraut. Þórveig fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur á BS prófi á skógfræðilínu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.