Tæknidagur fjölskyldunnar í Fjarðabyggð

taeknidagur_fjolskyldunnar.jpg
Laugardaginn 16. mars verður Tæknidagur fjölskyldunnar  haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands. Tilgangur hans er að vekja athygli á tæknigreinum, vísindum og iðnaði í okkar nánasta umhverfi.

Tæknidagur fjölskyldunnar er liður í verkefni sem snýr að eflingu menntasamfélags á Austurlandi. Háskólinn í Reykjavík stýrir verkefninu en það hlaut styrk frá Samfélagssjóði Alcoa í apríl 2011 og voru styrkþegarnir auk HR, Þekkingarnet Austurlands (nú Austurbrú) og Verkmenntaskóli Austurlands (VA). 

Tæknidagurinn er einungis einn liður þessa verkefnis en styrkurinn hefur verið nýttur til að veita nýnemastyrki til nema í málm- og rafiðnanámi VA og til endurmenntunnar kennara svo eitthvað sé nefnt. Hluti Austurbrúar hefur fyrst og fremst verið nýttur til að auka þjónustu við nemendur í frumgreinanámi sem er undirbúningsnám fyrir háskóla hafi fólk ekki lokið stúdentsprófi.
 
Markmið styrksins var jafnframt að vekja athygli á raun- og  tæknigreinum í okkar nærsamfélagi og Tæknidagur fjölskyldunnar er til þess ætlaður. Á Tæknideginum taka leikskólar, skólar og fyrirtæki í Fjarðabyggð  höndum saman um að sýna skemmtilegar tæknilausnir og framkvæma ýmsar tilraunir.  

Sem dæmi má nefna „öruggt hættusvæði“, hvísldiska og hvernig leikskólabörn  leysa vandamálin. Þessir viðburðir og aðrir munu sýna mátt tækninnar og vísindanna og hversu spennandi þessi starfsvettvangur getur verið.
 
Sem fyrir segir verður Tæknidagur fjölskyldunnar í húsnæði VA í Neskaupstað. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og lýkur 17:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.