„Þetta skotgengur núna"

„Þetta fyrirtæki fæddist í klósettskál,“ segir Inga Geirsdóttir um fyrirtækið Skotgöngu, sem hún rekur ásamt manni sínum Snorra Guðmundssyni. Inga var í þættinum Að austan á N4 síðastliðinn fimmtudag.



Inga og Snorri hafa búið í Skotlandi frá árinu 2006 og fljótlega varð Skotganga til. „Upphaflega átti þetta bara að vera svona dúllerí,“ segir Inga, en hugmyndin vatt fljótt upp á sig og fyrirtækið stækkaði hratt og í dag bjóða þau upp á fjölda spennandi gönguferða, bæði í Skotlandi og á Spáni.

Inga segir gönguáhugann hafa kviknað snemma og gekk hún iðulega inn í sveit á Eskifirði sem og milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar með vinkonum sínum, en þar var alla sætu strákana að finna, að hennar sögn.

Hér er Facebook-síða Skotgöngu. Hér að neðan er svo hægt að horfa á innslagið um Skotgöngu. 

Skotganga Inga og Snorri

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.