Stiller býr sig undir Seyðisfjörð: 200 manns og götum lokað

ben_stiller_seydis_18072012.jpg

Hollívúdd-leikstjórinn Ben Stiller heimsótti Seyðisfjörð í síðustu viku en lið hans er væntanlegt þangað eftir mánaðarmótin til að taka upp nýjustu kvikmynd hans. Von er á miklu umstangi í bænum í tengslum við tökurnar.

 

Stiller birti mynd frá Seyðisfirði Twitter á fimmtudag. Myndin sem ber yfirskriftina „Seydisfojodur!“ er tekin framan við Hótel Ölduna og horft í áttina að Bláu kirkjunni.

Héraðsfréttablaðið Austurglugginn segir að von sé á um 200 manns til Seyðisfjarðar í tengslum við tökurnar á The Secret Life of Walter Mitty. Tekið verði upp á svæðinu sem myndin sýnir og umferð verði takmörkuð um svæðið á meðan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.