Óskar Harðar fulltrúi Austfirðinga í Músíktilraunum í ár

oskar_hardar_musiktilraunir.jpg
Vopnfirðingurinn Óskar Harðarsson er fulltrúi Austfirðinga í Músíktilraunum í ár en þær hefjast á sunnudag. Nokkrar af fremstu hljómsveitum Íslendinga hafa komið upp í gegnum keppnina í gegnum tíðina.

Óskar er söngvaskáld, spilar á gítar og syngur með. Í lýsingu á sjálfum sér á vef keppninnar segist hann hafa hafið sólóferil sinn fyrir ári síðan og spili að mestu frumsamda tónlist. Textana semji hann bæði á íslensku og ensku.

Muse, Hvanndalsbræður, Mumford & Sons og Svavar Knút nefnir hann sem sína helstu áhrifavalda. „Þetta flokkast sennilega undir accoustic/folk/country eitthvað, er ekki alveg búinn að átta mig á því ennþá.“

Óskar stígur á stokk á sunnudagskvöld í Silfurbergssal Hörpu en undanúrslitin fara fram í vikunni. Úrslitin fara fram um næstu helgi.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.