Sigríður Friðný fékk verðlaun Rótarý: Kennslan er henni í blóð borin

rotary_17juni12.jpg

Sigríður Friðný Halldórsdóttir, grunnskólakennari á Egilsstöðum, fékk viðurkenningu Rótarýfélags Fljótsdalshéraðs fyrir vel unnin störf fyrir samfélagið og kennslu barna. Viðurkenningin var afhent á 17. júní hátíðarhöldum á Egilsstöðum í dag.

 

Sigríður hefur kennt nær sleitulaust frá árinu 1974. Hún er uppalin Eskfirðingur en tók landspróf á Eiðum og fór síðan í kennaranám.

Í umsögn með viðurkenningunni segir að Sigríður skapi börnunum „friðsælt umhverfi og sinni þeim af hlýju.“ Kennslan sé henni í blóð borin. Hún sé tónelsk og hafi lengi stuðlað að barnasöng á Egilsstöðum.

Hún hafi mikið dálæti á bresku hljómsveitunum Queen og Vax en hin síðarnefnda er skipuð sonum hennar. Sigríður Friðný hefur að auki unnið með leikfélagi Fljótsdalshéraðs og sungið með kirkjukórnum.

Sigríður Friðný var fjarverandi í dag en systir hennar, Hansína Margrét, tók við viðurkenningunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.