Þórður skólameistari: Leikstjórinn hafði trú á mér í hlutverkið

doddi_grease_web.jpgÞórður Júlíusson, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands er meðal leikara í söngleiknum Grís sem leikfélag skólans, Djúpið, sýnir um þessar mundir. Hann segir ánægjulegt að standa á leiksviði með nemendum sínum.

„Leikstjórinn hafði trú á mér í hlutverkið. Ég reyndi að fá aðra í það í staðinn en það gekk ekki,“ segir Þórður um aðkomu sína að uppfærslunni.

„Hlutverkið sem ég er í er ekki stórt. En ég syng eitt lag og er á sviði í einu atriði söngleiksins en kem inn í fleiri sem útvarpsþulurinn Vince Fontain.“

Þórður er ekki fyrsti skólameistarinn í VA sem leikur í verkum Djúpsins. Helga Steinsson kom fram vopnuð á sviðinu í Vælukjóa sem var fyrsta leikverkið sem félagið setti upp.

Aðspurður neitar Þórður því að hlutverkið hafi þvælst fyrir skólastjórnuninni. „Þvert á móti. Það er líklega of lítið um það að skólastjórnendur taki þátt í félagslífi nemenda sinna á jafnréttisgrunni. Ég tel að slíkt sé skólanum til framdráttar, að því gefnu að ég ráði við hlutverkið.

Það er meiriháttar að starfa með nemendunum. Þau leggja sig mjög mikið fram og af því að ég kom seint inn í hlutverkið. Ég held að þau hafi haft nokkrar áhyggjur af „þeim gamla“ því þau voru búin að læra sín hlutverk en ég var á síðustu metrunum með mitt og sífellt að reka í vörðurnar.

Þeir sem sjá sýninguna gera sér samt grein fyrir því að hlutverkið sem ég fer með getur talist óheppilegt fyrir skólameistara!“

Sýnt er tvisvar í kvöld, annars vegar klukkan 20:00 og aftur á miðnætti. Lokasýningin er klukkan 20:00 annað kvöld. Miðapantanir eru í síma: 4771620/8629512

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.