Ríkey vann Barkann

rikey_thorsteinsdottir_barkinn13.jpg
Ríkey Ásta Þorsteinsdóttir, sextán ára Seyðfirðingur, fór með sigur af hólmi í Barkanum, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum sem haldin var í Valaskjálf fyrir viku.

Ríkey Ásta vann með lagin Mama Knows Best eftir Jessie J. Hún keppir fyrir hönd skólans í söngkeppni framhaldsskólanna.

Vigdís Diljá Óskarsdóttir, sem sigraði í keppninni í fyrra, varð í öðru sæti með lagið Piece of My Heart sem Janis Joplin flutti á sínum tíma. Eskfirðingurinn Ásbjörn Þorteinsson varð í þriðja sæti með lagið Other Side frá bandarísku sveitinni Red Hot Chili Peppers.

Linda Björk Árnadóttir var framkvæmdastýra keppninnar, Kolbeinn Ísak Hilmarsson hljómsveitarstjóri og grínistinn Steindi jr. kynnir keppninnar. Fjórtán keppendur tóku þátt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.