Neistaflug í 20. sinn

img_5074.jpg

Neistaflug var haldið í tutugasta sinn í Neskaupstað yfir Verslunarmannahelgina. Skemmtileg dagskrá var í gangi alla helgina.

 

Neistaflug hófst óformlega með tónleikum á miðvikudegi, og segja má að þetta hafi því verið fimm daga hátíð, sem endaði á´flugeldasýningu og balli aðfaranótt mánudags. Mikið var um heimsklassa lið skemmtikrafta sem komu hvaðanæva af landinu til að skemmta gestum hátíðarinnar. Dagskráin höfðaði til allra og unga kynslóðin hafði nóg að gera yfir helgina. Hoppukastalar, og skemmtileg útidagskrá einkenndi bæinn yfir helgina. Þegar leið á kvöldið má segja að meðalaldur markhóps dagskráarinnar hafi hækkaðjafnt og þétt og endaði hvert kvöld með glæsilegum hljómleikum.

 

img_5077.jpgimg_5087.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.