Metaðsókn á Austurfrétt

austurfrett_profile_logo.jpg
Aldrei hafa fleiri heimsótt fréttavef Austurfréttar heldur en vikuna 1. – 7. október síðastliðinn. Áætlað er að um 10 þúsund einstaklingar haf heimsótt vefinn þá vikuna.

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru notendur vefsins 7.573 þá vikuna og innlit ríflega 10.000. Hvort tveggja er met.

Vinsældirnar má að mestu leyti rekja til greinar Stefáns Boga Stefánssonar „Fullorðinn með athyglisbrest.“ Ríflega 7.800 manns lásu þá frétt í vikunni. Í lokin var greinin orðin sú mest lesna sem birst hefur á vefnum frá stofnun hans.

„Lestur sem þessi segir okkur að við séum á réttri leið,“ segir Dagur Skírnir Óðinsson, markaðsstjóri Austurfréttar. „Greinin fór víða og vakti miklar umræður. Við erum sérstaklega þakklátir fyrir umræðurnar á vefnum. Margir notendur komu með góð innlegg og voru mjög málefnalegir.“

Austurfrétt ehf. var stofnuð í febrúar síðastliðnum. Fyrirtækið heldur úti fréttavefjum á lénunum austurfrett.is, agl.is og austurglugginn.is. Fyrirtækið er ekki á nokkurn hátt tengt Útgáfufélagi Austurlands sem heldur úti vikublaðinu Austurglugganum.

„Við höfum undanfarið prófað okkur áfram með ýmsar nýjungar, til dæmis fróðleiksgröfin sem notið hafa mikilla vinsælda,“ segir Dagur. „Þessar jákvæðu viðtökur hvetja okkur áfram og við lofum frekari þróun á lifandi vef á næstu vikum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.