Menningarstyrkir: Wilderness, LungA og Þjóðleikur fengu mest

menningaruthlutun2013_web.jpg
Dansverkefnið Wilderness, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi og Þjóðleikur, leiklistarhátíð unglinga á Austurlandi, fengu hæstu styrkina frá Menningarráði Austurlands. Úthlutunin fór fram á Djúpavogi á föstudag.

1.000.000
Dansverkefnið Wilderness. Sjálfstætt verkefni innan evrópuverkefnisins KEÐJA. Tveggja ára verkefni sem fer fram utan höfuðborga og þéttbýlisstaða í átta löndum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Tíu danshópar dvelja á tíu stöðum og vinna fullbúin dansverk sem verða síðan tekin til frekari kynningar og sýningar. Miðstöð sviðslista á Austurlandi. 
LungA. Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Hátíðin er haldin árlega í júlí á Seyðisfirði. Mikil áhersla er lögð á að efla áhuga ungs fólks á menningu og listum. Er metnaður fyrir því að dagskráin endurspegli listir og menningu ungs fólks í víðum skilningi. Listasmiðjur eru frá mánudegi til föstudags frá kl 9-16. Uppskeruhátíð fer fram á laugardeginum. 
Þjóðleikur, leiklistarhátíð unglinga á Austurlandi. Þetta er í þriðja sinn sem Þjóðleikur er haldinn á Austurlandi og munu 11 leikhópar sýna, fyrst í heimabyggð á Austurlandi og síðan á sameiginlegri hátíð 5.-7. apríl á Egilsstöðum. 

900.000
Fjögur verkefni í Skaftfelli á Seyðisfirði. Gjörningasamkoma, A Kassen sumarsýning, sýning til minningar um Dieter Roth og sýning nemenda í Listaháskóla Íslands. 

800.000
Hljómsveitarnámskeið ungs fólks á Austurland. Þar er verið að gefa ungu fólki tækifæri til að starfa sem hljómsveit og kenna að útsetja lög með einföldum hætti og flytja. Samstarf Brjáns, JEA og Tónlistarmiðstöðvar Austurlands. 
Óma Íslandslög. Tónleikar í samstarfi Kórs Fjarðabyggðar, Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. 

750.000
Eistnaflug 2013. Hátíðin er nú haldin í níunda sinn og spannar allan skalla rokktónlistar. Hátíðin er nú orðin uppskeruhátíð rokkarans og fer fram í Neskaupstað í júlímánuði. 
Make Magic Box er langtíma hönnunarverkefni sem er bæði farandsýning, hönnunarverkefni og hönnunarviðburður. Verkefnið er afrakstur ráðstefnunnar Make it Happen. Íslenskir og erlendir hönnuðir vinna með handverksfólki og verkstæðum á Austurlandi í anda William Morris undir stjórn Helgu Jósepsdóttur. 

600.000
Loftfimleikanámskeið og sýningar sumarið 2013. Írski loftfimleikaflokkurinn Fidget Feet heldur námskeið og sýnir tvö ný verk, sem sýnd verða utandyra. Við annað verkið eru notaðir byggingakranar og í hinu verkefninu er skógurinn nýttur. Skipuleggjandi er Ingunn Þráinsdóttir. 
Jólafriður. Jólatónleikar þar sem gömul og ný jólalög eru flutt í dægurlagaútsetningum með kór, einsöngvurum og stórhljómsveit. Mikil áhersla er á þátttöku tónlistarfólks af Austurlandi og vandaðan flutning. Daníel Arason. 
Listsýning í Trjásafninu á Hallormsstað sumarið 2013. Markmiðið er að vekja athygli á austfirskum listamönnum og gefa þeim kost á að spreyta sig á skóginum og sýna hvað í þeim býr. Skógrækt ríkisins. 
Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi sumarið 2013. Elsta Jazzhátíð landsins haldur upp á 25 ára afmæli sitt og stefnt er að flottri veislu! 
Basic Festival á Stöðvarfirði. Vinnu- og menningarhátíð sem ætlar að draga saman unga listamenn á Austurlandi til þess að vinna með fyrirtækjum á Stöðvarfirði og ná þannig saman ólíkri þekkingu og reynslu. Viktor Hannesson og fleiri. 

500.000
Tvísöngur eftir Lukas Kune. Kynningarefni um útilistaverkið Tvísöng sem sett var upp á Seyðisfirði haustið 2012. 
Meet the Locals. Markmið Tanna travel er að þróa vöru undir vörumerkinu Meet the Locals eða hittu heimamanninn. 
Tvö verkefni í Make by Þorpið. Samstarf við Listaháskóla Íslands og árleg hönnunarsýning nýútskrifaðra listnema af Austurlandi. 
Kvöldvökur í göngu og gleðivikunni á Fætur í Fjarðabyggð. Dagskrá með sögum, leiklist, tónlist og upplestri. 
Kvikmyndahátíð ungs fólks á Austurlandi. Markmiðið er að efla áhuga á kvikmyndalist, nýta sér tækni og framþróun sem komið hefur fram í faginu undan farin ár. Samstarf við Stuttmyndahátíðina Stulla og kvikmyndahátíð í Vesterålen í Noregi. 
Charpenter að vori og Buxthude um jól flutt af Kammerkór Egilsstaðakirkju. Markmiðið er að koma verkum höfuðskálda tónbókmenntanna á framfæri við íbúa Austurlands 
Tónlist fyrir jökul og rödd. Flutningur á nýju íslensku tónverki í gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs. Flutt af Erlu Dóru Vogler og Konrad Korabiewski. 
Nóttin er ung, nýtt íslenskt samsköpunarleikverk. Samstarfsverkefni fjögurra listamanna undir stjórn Péturs Ármannssonar leikara og á verkið að fjalla um næturlíf ungs fólks á Austurlandi. 
Leiksmiðja Austurlands 2013. Leiklistarnámskeið fyrir fullorðna á þremur stöðum á Austurlandi sem endar með stuttverkahátíð í janúar 2014. Markmiðið með verkefninu er að stuðla að fagmennsku í leiklistarstarfsemi á Austurlandi og auka tengsl á milli áhugafólks um leiklist á svæðinu. 
Fyrsti áfangi lllF Collective. Samstarf fjögurra hönnuða, þriggja frá Austurlandi og eins frá Frakklandi. Hönnun á tösku-, skartgripa- og hnífalínu úr leðri, horni og klaufum hreindýra. Sigrún Halla Unnarsdóttir, Thibaut Allgayer, Agla Stefánsdóttir og Garðar Eyjólfsson. 
Rímur og rokk samstarfsverkefni á Austurlandi, Norðausturlandi og Norður- Noregi. Markmiðið er að viðhalda menningararfleifð sem er rímur, ferskeytlur, limrur og þulur. Börnum og unglingum verður kennt af Steindóri Andersen, Hilmari Erni Hilmarssyni og fleirum sem tileinka sér kveðskapinn. Námskeiðið endar með sýningu á nokkrum stöðum. Skipuleggjandi er Sigríður Dóra Sverrisdóttir og fleiri. 
Skálar, Hljóð Lista Hátíð. Fyrsta hátíðin var haldin á síðasta ári og er markmið hátíðarinnar að kynna breitt svið hljóð og tilraunatónlistar. 

500.000
Hammondhátíð á Djúpavogi. Megin hlutverk hátíðarinnar sem nú er haldin i áttunda sinn er að kynna hammondorgelið. Er það í forgrunni í lögum flestra þeirra hljómsveita sem taka þátt í hátíðinni. 
Bræðslan 2013. Níunda tónlistarhátíðin, haldin í gamalli bárujárnsskemmu á Borgarfirði eystra. 

450.000
Þrjú verkefni á vegum Menningarnefndar Vopnafjarðarhrepps. Skáldakvöld og listasmiðjur á hátíðinni Einu sinni á Ágústkvöldi og Skálda- og sagnakvöld að sumri. Árleg verkefni sem fela meðal annars í sér að auka aðkomu ungmenna að listviðburðum. 

400.000
Handritin alla leið heim – Margrétarsaga. Í tilefni þess að á þessu ári eru liðin 350 ár frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara og fræðimanns mun Gunnarsstofnun fá „ handrit“ Margrétarsögu til sýningar á Skriðuklaustri. 
Með allt á hornum sér – Dagskrá og sýning um sambúð manna og hreindýra á Austurlandi í Minjasafni Austurlands. 
Tónlistarstundir 2013. Markmiðið er fyrst og fremst að gefa tónlistarmönnum, tónlistarkennurum og langt komnum nemendum í listinni, sem búa á Austurlandi eða eru tengdir svæðinu, tækifæri til að koma fram. Samstarfsverkefni Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs, sóknarnefnda og kóra á Héraði. 
Sumartónleikar Bláu Kirkjunnar á Seyðisfirði. 
Gospelnámskeið. Markmiðið er að auka áhuga kórfélaga og efla kórastarf á Austurlandi. Fá fleira ungt fólk til þess að taka þátt í kórastafi og læra af atvinnufólki í tónlist. Tónlistarmiðstöð Austurlands stendur að verkefninu. 
Þrír klassískir Austfirðingar. Hildur Þórðardóttir þverflauta, Erla Dóra Vogler söngur og Svanur Vilbergsson gítar. Samin verður ný tónlist sem þremenningarnir munu flytja víða um Austurland og í höfuðborginni. 
Tónlistarskemmtun, lög Sigfúsar Halldórssonar og Jóns Múla. Flytjendur Bjarni Þór Ágústson, Erla Dóra Vogler, Daníel Arason, Jón Hilmar Kárason og Marías Kristjánsson 
vegaREIÐI 2013. Rokktónleikar fyrir ungt fólk þar sem tónlistarfólk á Austurlandi fær tækifæri til að reyna sig með „professional“ umhverfi og aðbúnaði. Haldið í áttunda sinn. 

300.000
SYLVIA/LOVAUST Myndlistarsýning, staðbundið verkefni með Stríðsárasafninu á Reyðarfirði unnið af Silvíu Dögg Halldórsdóttur. 
NS-12 er hljóð- og myndbandsverk eftir myndlistarmanninn Kristján Loðmfjörð og tónskáldið Konrad Korabiewski. Dregin verður upp svipmynd af skuttogaranum Gullveri frá Seyðisfirði, lengd verksins er ein klukkustund. Lortur framleiðslufélag ehf. 
Skapandi starfsemi á Seyðisfirði – upplýsingargrunnur og kort um skapandi starfsemi á Seyðisfirði sem er fyrsta skrefið til að taka saman upplýsingar um skapandi starfsemi á Austurlandi unnið af Skæri Steinn Blað. 
Litla ljóðahátíðin í Norðausturríki. Samstarf Litlu ljóðahátíðarinnar í Eyjafirði, Litlu ljóða hámerinnar og Ljóðaklúbbsins Hási kisi. 
Velkomin heim! Tengsl Austurlands og Vesturheims. Samstarf milli Austurfara- og vesturfaramiðstöðvar Austurlands á Vopnafirði með því að efla þekkingu á Vesturförum og efla tengingu þeirra við Austurland. 
Hver er Hans Jónatan?, handrit af heimildarmynd fyrir sjónvarp um Hans Jónatan verslunarmann á Djúpavogi og síðar bónda snemma á 19. Öld. Hann var fyrsti litaði maðurinn Austurlandi. Unnið af Valdimar Leifssyni og fleirum. 
Strýta -Stuttmynd eftir Sigurð Má Davíðsson 
Áfram veginn – Stuttmynd eftir Garðar Bachmann Þórðarson. 
Valaskjálf 65-75. Tónleikar þar sem flutt verða lög þeirra hljómsveita sem spiluðu í Valaskjálf frá upphafi og til ársins 1975 undir stjórn Hafþórs Vals Guðjónssonar. 
Desperate silence installation concert exhibition – FURA Björt Sigfinnsdóttir. Verkefnið er bæði listasýning og tónleikar þar sem kynnt er efni sólóplötu Bjartar. 
Vöðlavík - Veröldin sem var, er og verður tónverk. Tilgangur verkefnisins er að afla heimilda og sýna Vöðlavík í nýju ljósi, þennan annars merka útkjálka Íslands. Blanda saman sveit fortíðar og tónlist framtíðar og flétta í myndbandsverk. Þorvaldur Örn Davíðsson og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir. 
Gjörningasumar Jónasar Sig. á Borgarfirði í umsjá Ungmennafélags Borgarfjarðar. 
Sjónræn upplifun: Good Moon Deer er hljómsveit sem semur tilraunakennda raftónlist og er ætlunin að gefa út efnið bæði í hljóði og mynd. Ívar Pétur Kjartansson og Guðmundur Ingi Úlfarson vinna verkið og koma þar saman tónlistamaður og grafískur hönnuður. 
Sönglög og aríur úr ýmsum áttum, flutt af Úlfari Trausta Þórðarsyni, Daníel Arasyni og Jozsef Bella Kiss. 
Tónlistarsumarbúðir á Eiðum þar sem unnið er með tónlist, sköpun og útivist. Umsjón Sunsjana Slamning. 
Árstíðirnar. Listasmiðja Lóu á List án Landamæra. Ólöf Björk Bragadóttir( Lóa ) stendur fyrir námskeiði þar sem málverkið og tvívíð myndsköpun verður í aðalhlutverki. Námskeiðið er opið öllum og afrakstur sýndur á hátíðinni List án Landamæra. 
Djúpivogur í poka. Þorbjörg Sandholt ætlar að hanna og smíða minjagrip sem eru ýmis kennileiti á og við Djúpavog úr efnivið af svæðinu. 
Hönnun og samfélag, verðmætasköpun á Austurlandi. Þórunn Árnadóttir og fyrirtækið Glamour Et Cetera ætla að kanna og kortleggja tækjabúnað, efnivið, verkþekkingu of framleiðslugetu á Austurlandi. Markmiðið er að þannig verði auðveldara að hanna og framleiða vöru með sem minnstum tilfæringum og fjárfestingum. 
Smiðjuhátíð 2013. Á hátíðinni eru námskeið þar sem hefðbundið og nútímalegt handverk er kennt á faglegan hátt. Með það að megin markmiði að efla áhuga á gömlu handverki. 
Tvö verkefni: Hvernig er að búa í torfbæ á Bustarfelli og Amman og börnin á Bustarfelli. 

200.000
Útgáfa þrettándu ljóðabókar í bókaröðinni Austfirsk ljóðskáld. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi. 
Snjallsímaleiðsögn um Hróarstungu á Fljótsdalshéraði unnið af Félagi áhugamanna um Hrafnkelssögu og sögutengda ferðaþjónustu á Héraði. 
Baskó - Handrit af kvikmynd í fullri lengd eftir Jónas Reynir Gunnarsson. 
Uppsetning sýningar á samgöngu- og vélasafni Vopnfirðinga. Samstarf Hróbjarts Lútherssonar og Gísla Sigmarssonar. 
Gamli bærinn mannlíf og umhverfi. Ljósmyndasýning á vegum Sjóminjasafnsins á Eskifirði. 
Jass og klassik rennur saman í eitt. – Svíta Claude Bolling fyrir flautu og píanó flutt af Huga Þórðarsyni og Hildi Þórðardóttur. 
Það er líf í skóginum. Uppsetning á leikriti í Selskógi sumarið 2013 ætlað unglingum á aldrinum 12-18 ára í umsjá Leikfélags Fljótsdalshéraðs. 
Við erum Make-samfélag, SAM 2013. Sýning meðlima SAM-félagins og er tilgangurinn að endurspegla fjölbreytni og sköpunargleði félagsmanna og vekja áhuga íslensks samfélags á félaginu og starfsemi þess. 
Riff alþjóðleg kvikmyndahátíð á Austurlandi. Sýningar verða á Seyðisfirði, Djúpavogi og Egilsstöðum, sýndar verða myndir fá öllum heimshornum. 

150.000
Menningarnótt á Fjöllum 2013 - Möðrudalsgleði. „Hundrað manna“ útitónleikar í tónleikasal öræfanna. 
Listsmiðja á æskulýðsmóti kirkjunnar á Austurlandi, þar sem áhersla er á listræna tjáningu og sköpun. 

100.000
Útilistaverk við Sleðbrjótskirkju. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.