ME úr leik eftir tap gegn Verzló

me_gettu_betur_2013_0002_web.jpg
Menntaskólinn á Egilsstöðum féll í gærkvöldi úr leik í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, eftir 18-8 tap gegn Verzlunarskóla Íslands.

ME gekk ágætlega framan af þar sem staðan var 7-11 eftir hraðaspurningarnar. Athygli vakti að spyrill sagði þar tvisvar rétt þegar Verzlingar svöruðu rangt en dómarar voru á varðbergi og sáu til þess að Verzlunarskólinn fékk ekki stigin.

Þegar komið var fram í bjölluspurningarnar fór Verzlunarskólaliðið í gang og svaraði hverri spurningunni á fætur annarri. Vel þjálfað liðið sló á bjölluna nánast um leið og spurningin hafði verið borin upp og gaf ME lítil færi á að komast inn í keppnina.

Niðurstaðan varð að ME fékk aðeins eitt stig í bjölluspurningunum og kemst því ekki í sjónvarpskeppnina í ár. Lið skólans skipuðu að þessu sinni Valgeir Eyþórsson og Kolbrún Sverrisdóttir, Egilsstöðum og Alexander Jónsson, Reyðarfirði. Þjálfarar voru Hrólfur Eyjólfsson og Vilhjálmur Pálmi Snædal.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.