ME lagði Tækniskólann í Gettu betur

me_gettu_betur_2013_0002_web.jpg
Menntaskólinn á Egilsstöðum komst í kvöld áfram í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur þegar liðið vann lið Tækniskólans með átta stigum gegn fimm.

ME leiddi strax eftir hraðaspurningarnar 5-2. ME tefli fram nýju liði skipuðu þeim Alexander Jónssyni, Valgeiri Eyþórssyni og Kolbrúnu Sverrisdóttur.

Strax að lokinni keppninni var dregið í annarri umferð. ME mætir Verzlunarskóla Íslands eftir viku. Verkmenntaskóli Austurlands dróst gegn Borgarholtsskóla á miðvikudagskvöld. VA sat hjá í fyrstu umferð þar sem mótherjarnir á starfsmennabraut Landbúnaðarháskólans drógu sig úr leik.
 
Sigurliðin í annarri umferð komast í átta liða úrslitin sem fram fara í sjónvarpi. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.