LungA 2012: Myndaveisla

7609488714_49a9cbb69f_b.jpg

LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, lauk á laugardag með risatónleikum og uppskeruhátíð. Almennt gekk hátíðin vel en tvær kærur vegna líkamsárása á lokakvöldinu hafa verið lagðar fram.

 

Það var þó ástin sem réði ríkjum í lok tónleikanna þegar boðorð var borið upp - og samþykkt - á sviðinu. Fjöldi erlendra gesta var á hátíðinni í dag sem þykir vera orðin ein besta unglingahátíð Evrópu.
 
Á fimmtudagskvöldi var að vanda tískusýning og uppskeruhátíð listasmiðja, sem í boði voru í vikunni, á laugardeginum.
 
Skipuleggjendur og gestir hátíðarinnar bera sig vel eftir hátíðina. Lögreglan tekur undir það. Eitt smávægilegt fíkniefnamál hafi komið upp og nokkrir pústrar á laugardagskvöldinu en þá fjölgar verulega í bænum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram vegna líkamsárása það kvöld og eru málin í rannsókn.
 
Myndir: Alísa Ugla Kalyanova/http://lunga2012.tumblr.com 
 
7632741872_5f2b564656_b.jpg7639659270_c5d89dd4e2_b.jpg7639661198_e334485058_b.jpg7639666336_63d8386837_b.jpg7639680362_81c9b18cbb_b.jpg7639784558_8833cfd89e_b.jpg7639789802_31f7d9a365_b.jpg7639807386_d89d12a72f_b.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.