„Ljóslifandi kraumandi suðupottur“

„Hátíðin er ein sinnar tegundar á Íslandi, hún er fyrir alla aldurshópa og allir viðburðir tengdir hátíðinni eru ókeypis,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir, framleiðslustjóri vetrarhátíðarinnar List í ljósi á Seyðisfirði, sem hefst í dag.


„Um er að ræða samfélagsdrifna og fjölskylduvæna listviðburði sem fara fram utandyra og er aðgangur ókeypis. Hátíðin umbreytir Seyðisfjarðarbæ í ljóslifandi kraumandi suðupott vel skipulagðra listviðburða, innlendra sem og erlendra listamanna. Fjölbreytni er í fyrirrúmi þar sem fyrirfinnast innsetningar, myndvörpun, gjörningar og upplifun á stórum skala,“ segir Sesselja Hlín.

Fullt nafn: Sesselja Hlín Jónasardóttir.

Aldur: 31 árs.

Starf: Herðubreið, List í Ljósi, LungA Festival.

Maki: Nei.

Börn: Nei.

Hver er þinn helsti kostur? Þolinmæði.

Hver er þinn helsti ókostur? Of erfitt að vakna á morgnana.

Hvað kanntu helst að meta í fari fólks? Heiðarleiki.

Hvað gerir Austurland einstakt? Landslagið og íbúarnir.

Settir þú þér áramótaheit? Nei ég er léleg með svoleiðis.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Amma Kalla.

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Ég get ekki annað en að dilla mér við „Feel it still” með Portugal the man þessa dagana.

Hvernig gerir þú vel við þig? Heitt bað.

Hvað er í töskunni þinni? Tölvan mín!! Síminn minn og varasalvi.

Tæknibúnaður? Fartölvan mín!

Mesta undur veraldar? List í Ljòsi.

Draumastaður í heiminum? Of erfið spurning.

Eftirlætis hönnuður? Henrik Vibskov.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítil? Fatahönnuður.

Áttu þér eftirlætis slagorð (setningu): Hugsa í lausnum.

Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Einn dagur í einu!

Hvað ætlar þú að gera um helgina? Ég ætla að vera viðstödd flottustu Listahátíð á landinu List í Ljósi þar sem hápunkturinn verður listaganga um miðbæinn.

Ljósmynd á forsíðu: Ómar Bogason

Celia Harrison og Sesselja Hlín Jónasardóttir 1200

Frá vinstri: Celia Harrison (listrænn stjórnandi) og Sesselja Hlín Jónasardóttir (framleiðslustjóri)

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.