Listnemar á Seyðisfirði: Fólkið og fjörðurinn faðma þá sem eru velkomnir

ragnheidur_maisol_benediktsdottir_trarappa.jpg
Útskriftarnemendur frá úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands eru þakklátir fyrir vingjarnlegar móttökur sem þeir fengu á Seyðisfirði er þeir voru þar við vinnu fyrir skemmstu. Sýningu á verkum þeirra í Skaftfelli lýkur um helgina.

„Þegar við komum á Seyðisfjörð tók strax við sköpunargleði og vinnusemi,“ segir Ragnheiður Maísól Sturludóttir, ein nemendanna.

„Það er gott fyrir brothætta myndlistarnema að koma á Seyðisfjörð því eins og ein kona sagði þá faðma fólkið og fjörðurinn þá sem eru velkomnir.“

Hún sagði nemana þakkláta fyrir þá aðstoð sem þorpsbúar hefðu veitt. „Við vinnum fyrir áhuga og vinsemd í okkar garð. Fólk er tilbúið að aðstoða okkur og er ótrúlega þolinmótt.“

Sýning nemendanna ber yfirskriftina Trarappa en henni lýkur um helgina. Ragnheiður segir nemana hafa orðið svo hrifna af Seyðisfirði að nokkrir hafi farið að skoða fasteignaauglýsingarnar á meðan dvöl þeirra stóð. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar