Leitin að Siggu Lund

„Viðbrögðin hafa verið með ólíkindum, en skilaboðin og kveðjurnar eru vel yfir þúsund,“sagði Sigga Lund í samtali við Austurfrétt, en hún greindi frá því á Snaptchataðgangi sínum á laugardaginn að hún stæði á tímamótum og bauð fylgendum sínum að koma með í óvissuferð.



Fjölmiðlakonan Sigga Lund hefur verið búsett á bænum Vaðbrekku í Jökuldal undanfarin ár og haldið úti vinsælum Snaptchataðgangi þar sem hún hefur leyft fylgendum sínum að skyggnast inn í lífið í sveitinni. Hún flutti norður til Akureyrar í haust og hóf störf á sjónvarpsstöðinni N4.

Sigga Lund er þekktust fyrir veru sína í morgunþættinum Súper á FM957 sem var einn vinsælasti morgunþáttur landsins um margra ára skeið. Hún starfaði einnig á Bylgunni og Léttbylgjunni og hélt úti lífsstílsvefnum siggalund.is í tvö ár. Eftir að hún flutti austur starfaði hún við Austurgluggann, Austurfrétt og var í þættinum Að austan á N4.


„Ég elska Snapchat“

Sigga Lund varpaði þeirri spurningu fram á „snappinu“ sínu hvort fólk hefði áhuga á að fylgja sér gegnum þá tíma sem framundan eru, en hún er skilin við sambýlismann sinn til sjö ára og stendur á tímamótum í sínu lífi.

„Ég hreinlega orðlaus, ég átti ekki von á öllum þessum kveðjum, rafrænu knúsum og stuðningi. Ég elska Snapchat. Ég er vön að vera opin og hreinskilin meðhlutina á miðlinum og nú þegar þessi staða hefur komið upp í lífi mínu deildi ég því með fylgjendum mínum og datt í hug hvort það væri ekki sniðugt að leyfa þeim að koma með mér í þetta ferðalag sem ég hef ekki hugmynd um hvert leiðir.“


Hlustendurnir í Súper hennar sálfræðingar

Aðspurð að því af hverju hún kjósi að opna líf sitt á þessum tímum segir hún;

„Ég var öflugur snappari sveitinni, þar fékk fólk að skyggnast inn í líf mitt og tilveru með kindunum og öllum þeim áskorunum sem sveitinni fylgdi. Það varð mjög vinsælt og ég eignaðist marga og trygga fylgendur. Ég hef hins vegar lítið snappað frá því ég flutti norður og margir þeirra hafa látið í sér heyra og velt því fyrir sér hvar ég er og segjast sakna þess að heyra ekki í mér.

Mér finnst gott að tjá mig á þennan hátt, ég tjáði mig til dæmis mjög opinskátt þegar ég var í útvarpinu. Fyrir mér var það bara svo eðlilegt að deila lífi mínu með mínum með hlustendum og nú fylgendum.“

„Ég er rosalega týnd á þessum tímamótum. Ég er 46 ára gömul og hvert stefni ég? Hvað er næst á dagskrá? Verð ég ein sem eftir er? Hvað tekur nú við? Ég held að fyrsta og aðalverkefnið mitt núna sé að finna sjálfan mig, og um það ætla ég að snappa. Ætli það sé ekki bara við hæfi að kalla þessa ferð Leitin að Siggu Lund“, segir hún og hlær.

Sigga er með snapchat aðganginn sigga-lund fyrir þá sem vilja fylgjast með henni á ferðalaginu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.