Kardimommubæinn frumsýndur á morgun

kardimommubaerinn_lf.jpg
Leikfélag Fljótsdalshéraðs og Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum leiða nú saman hesta sína og frumsýna Kardimommubæinn eftir Torbjörn Egner á morgun. Um fimmtíu manns koma að sýningunni.

Leikstjóri sýningarinnar er Gunnar Björn Guðmundsson en hann hefur leikstýrt síðustu fjórum Áramótaskaupum og kvikmyndunum Gauragangi og Astrópíu. Þá hefur hann einnig leikstýrt heilmörgum áhugaleiksýningum og setti upp sýninguna Góðverkin kalla árið 2009.

Æfingar hafa staðið yfir frá áramótum og um fimmtíu manns, á aldrinum 5 til 71 árs hafa komið að vinnunni. Í ár eru tuttugu ár liðin síðan Leikfélag Fljótsdalshéraðs setti upp Kardimommubæinn.

Sýningar verða í Valaskjálf, sem hér segir:
Frumsýning laugardag 2. mars kl. 15.00
2. sýning mvikudag 6. mars kl. 18.00
3. sýning laugardag 9. mars kl. 15.00
4. sýning miðvikudag 13. mars kl. 18.00
5. sýning fimmtudag 14. mars kl. 18.00
6. sýning þriðjudag 19. mars kl. 18.00

Miðaverð er kr. 2.000

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.