Jónas Sig á Bogganum: Myndaveisla frá þriðjudegi

jonas_sig_bogginn.jpg

Jónas Sigurðsson hélt í gærkvöldi sína sextándu tónleika á átján kvöldum í Fjarðaborg, Borgarfirði eystri. Að vanda var fjöldi góðra gesta á tónleikunum sem brotnir voru upp með ljóðalestri og trommubardaga.

 

Heimamenn voru áberandi í gestaflóru Jónasar þetta kvöldið en Jónas hefur ávallt lagt áherslu á að gestir hans flytji líka frumsamið efni. Þannig spilaði Þröstur Árnason eigið lag við textann af síðu 52 í skyndihjálparbókinni. Sólbjört Jónsdóttir söng með honum.

Jón Arngrímsson og hans fjölskylda voru þó aðalgestir kvöldsins, dóttir hans Sigurlaug söng með hópnum og sonurinn Óli Rúnar lék á gítar. Þá tók bróðursonurinn, Hafþór Snjólfur Helgason þátt í trommubardaga við Jónas sem hefur verið fastur liður í lok hverra tónleika.

Jónas hefur líka kryddað tónleikana með ljóðaupplestri. Að þessu sinn var það Björgvin Gunnarsson, þekktur sem Lubbi Klettaskáld, sem flutti fjögur frumsamin ljóð við undirleik Jónasar og hljómsveitar hans.

Agl.is var á svæðinu og fangaði nokkur myndræn augnablik. 

jonas_sig_bogginn.jpgjonas_sig_bogginn.jpgjonas_sig_bogginn.jpgjonas_sig_bogginn.jpgjonas_sig_bogginn.jpgjonas_sig_bogginn.jpgjonas_sig_bogginn.jpgjonas_sig_bogginn.jpgjonas_sig_bogginn.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.