Jón Jónsson fræðir grunnskólanemendur um fjármál

jon_jonsson_namsmenn.png
Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Jón Jónsson verður með fjármálafræðslu fyrir nemendur í unglingadeildum grunnskóla á Egilsstöðum á morgun.

Jón mun meðal annars fjalla um hvernig peningar virka, mikilvægi þess að setja sér markmið þegar kemur að fjármálum, hvernig hægt er að láta peninginn endast örlítið lengur, listina að velja og hafna og margt fleira.
 
Bankinn stóð fyrir fundarröð með Jóni síðastliðið ár þar sem yfir 1.000 unglingar hlýddu á ráðleggingar hans um fjármál. Fyrirlestrarnir voru haldnir í Reykjavík, Borgarnesi, á Akureyri, Selfossi og Egilsstöðum og heimsækir Jón þessa sömu staði aftur nú í mars.
  
Fundurinn verður haldinn í Egilsstaðaskóla og opnar húsið kl. 18:30. Jón stígur svo á svið kl. 19:00. Jón tekur lagið í lok fundar og í boði verður pizza og gos.

Fyrirlesturinn er á vegum Arion banka og er unnin í samstarfi við Stofnun um fjármálalæsi en Arion banki er helsti styrktaraðili hennar. Skráning fer fram hér á vef Arion banka.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.