Jón Hilmar: Í fyrsta sinn sem ég spila á jólatré

jon_hilmar_midhusagitar_make.jpg
Stórgítarleikarinn Jón Hilmar Kárason lætur vel að austfirskum gítar sem til sýnis hefur verið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í þessari viku í tengslum við hönnunarráðstefnuna Make it Happen. Jón Hilmar lék á hljóðfærið þegar ráðstefnan var sett á miðvikudagskvöld.

Kassagítarinn er smíðaður af Hlyni Halldórssyni á Miðhúsum á Fljótsdalshéraði. „Hann vissi ekkert um gítarsmíði en þetta er frábær frumgerð,“ sagði Jón Hilmar þegar hann sýndi gestum gripinn.

Bakhlið gítarsins er úr við úr Hallormsstað en bakhliðin er „gamalt jólatré úr Fellabæ“ að sögn Jóns sem bætti við: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila á jólatré.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.