Héraðsskátar í friðargöngu

skatar_fridarganga_0003_web.jpg
Félagar í Skátafélagið Héraðsbúa gengu í gær fylktu liði í gegnum bæinn í friðargöngu. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið fer í slíka göngu sem er fastur viðburður hjá nokkrum skátafélögum.

„Er ekki notalegt að fara í góðra vina hópi og sýna kærleika þegar, ganga og kveikja á hinu eina sanna friðarljósi sem er með okkur þegar svona mikill ófriður er í heiminum,“ segir Þórdís Kristvinsdóttir, skátahöfðingi um hugsunina að baki göngunni.

Þetta er í fyrsta sinn sem gangan er gengin á Héraði en skátar þar hafa ár hvert farið í Egilsstaðakirkju og kveikt þar á aðventukransi í byrjun aðventunnar.

Í gærkvöldi var gengið frá félagsmiðstöðinni Nýung og að jólatré á mótum Lagaráss og Fagradalsbrautar þar sem friðarljós, sem göngumenn höfðu með sér, voru hengd upp. Þar voru sungnir söngvar, drukkið kakó og maulað á smákökum. Um sjötíu krakkar eru virkir í skátastarfi félagsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.