Hrafnkelsdagur um verslunarmannahelgina

hrafnkelsdagur2011.jpg

Hinn árlegi Hrafnkelsdagur verður haldinn á söguslóðum Hrafnkels sögu Freysgoða á laugardaginn, 4. ágúst, af Félagi áhugamanna um söguslóðir Hrafnkelssögu og söguferðamennsku á Héraði. 

 

Dagurinn hefst með ferð undir leiðsögn Páls Pálssonar. Lagt verður af stað frá N1 á Egilsstöðum kl. 13, ekið um söguslóðir og áð á sögustöðum. Ferðalöngum gefst kostur­ á að ganga niður í Hrafnkelsdal svokallaða Aðfararleið. 

Rútuferðin kostar kr. 3.000 fyrir 14 ára og eldri, veitingar á Aðalbóli innifaldar. Æskilegt að skrá sig í 866-3413 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 12 föstudaginn 3. ágúst.

Seinnipart dags, um kl. 17, hefst síðan dagskrá á Aðalbóli sem stendur fram á kvöld. Leikfélag Fljótsdalshéraðs flytur leikþátt byggðan á Hrafnkelssögu. Sýndur verður vattarsaumur og spjaldvefnaður. Austfirðingagoði segir frá hlutverki goða í heiðnum sið og um kl. 19 verður grilluð Faxasteik frá Kjötvinnslu KS og sopið á drykkjum frá Ölgerðinni. Farið verður í forna leiki eins og glímu, knattleik og hráskinnaleik.

Frítt fyrir 13 ára og yngri en 1000 kr. fyrir aðra, veitingar innifaldar. Allir velkomnir og hægt að koma beint í dagskrá á Aðalbóli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.