Helgin: Frjósemishátíð austfirskra fjöllistamanna

Við teljum HönnunarMars sé frábær vettvangur til þess að ná til fólk sem hefur áhuga á skapandi ferli, en við trúum því að það sé drifkraftur fyrir skipulagsþróun. Við viljum auka flóruna, mynda tengsl og fá til liðs við okkur skemmtilegt og skapandi fólk til þess að taka þátt í nýjum verkefnum með okkur,“ segir Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.



Í kjölfar opnunar heimasíðunnar á Austurlandi verður Áfangastaðarverkefnið og nýja heimasíðan kynnt á Hönnunarmars KEX Hostel í Reykjavík í dag auk þess sem Austurland: Make it happen again* hefst sama stað um hádegi.

Frá hádegi og fram undir miðnætti í dag, föstudag, verður Kex Hostel fyllt austfirsku andrúmslofti. Hressandi Pecha Kucha örfyrirlestrar og fjölbreytt hönnunarverkefni verða til sýnis ásamt tónlistaratriðum frá austfirskum tónlistarmönnum m.a. Prins Póló. Kex Hostel býður uppá hádegis- og kvöldverðarmatseðil með austfirsku ívafi undir styrkri stjórn hins margrómaða matreiðslumanns, Ólafs Ágústssonar.

Austfirskir hönnuðir kynna verk sín og hugmyndaauðgi, austfirskur biti verður borinn á borð, Pecha Kucha fyrirlestraröð hressir andann, og austfirsk tónlistarveisla með Prins Póló tónleikum um kvöldið. Verkefnið Áfangastaðurinn Austurland verður einnig kynnt þar sem hönnunarhugsun hefur mótað verkferlið frá upphafi.



Fögnum hugmyndaauðgi og framkvæmdagleði

„Það eru fimm ár síðan Make it happen var haldin fyrir austan og nú viljum við endurvekja þá orku sem þar skapaðist, opna glugga Austurlands. Á Austurland* Make it happen again fögnum við hugmyndaauðgi og framkvæmdagleði. Nú vorar og við að austan bjóðum gestum HönnunarMars á frjósemishátíð austfirskra fjöllistamanna, þar sem við minnumst hugmynda fortíðarinnar og leggjum línur að verkefnum framtíðarinnar.

Hátíðin er einnig endurfundir þeirra sem muna eftir hinni töfrandi hönnunarráðstefnu Make it Happen sem haldin var á Austurlandi 2012, og tækifæri fyrir þá sem misstu af að stíga inní vítt og grípandi tengslanet MAKE. Fræjum var sáð á ráðstefnunni og hafa fjölmörg íslensk og alþjóðleg verkefni sprottið úr frjórri moldinni víða um heim. Nú fimm árum síðar hittumst við aftur til að kynna verkefni, skrásetja þróun þess skapandi samfélags sem MAKE spannar, og efnum til nýrra tengsla og nýrra verkefna,“ segir Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Hér má lesa dagskrána fyrir viðburðinn.



Feiti fíllinn – laugardagskvöld

Máni & the Roadkillers ætla að halda tónleika á Feita fílnum á Egilsstöðum á laugardagskvöld. Hljómsveitin stefnir á að fara í studio á árinu og er að safna í sjóð. Aðgangseyrir iskr 1500 inn, tilboð á barnum og almenn gleði. Happy Hour frá 21.00 eða þar til tónleikunum lýkur. Nánar má fylgjast með viðburðinum hér.


Djúpið sýnir We will Rock You

Leikfélagið Djúpið, nemendaleikhús Verkmenntaskóla Austurlands, frumsýndi söngleikinn We Will Rock You í gær, en um er að ræða glæsilegan söngleik sem saminn er í kringum lög rokkhljómsveitarirnar Queen. Leikstjóri er Benedikti Karli Gröndal. Frumsýningin var tileinkuð Stefáni Má Guðmundssyni, kennara við VA, en hann verður borinn til grafar í dag. Næsta sýning er á mánudaginn og svo tvær sýningar þann 1. apríl. Nánar má fylgjast með sýningardagskrá hér.


Ronja aftur á svið um helgina
Þrjár sýningar af Ronju Ræningjadóttur verða um helgina, en verkið er í flutningi LME í leikstjórn Írisar Lindar Sævarsdóttur. Sýnt verður á morgun laugardag, klukkan 17:00 og á sunnudag, klukkan 14:00 og 18:00. Sjá nánar hér. 


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.