Haldið upp á 25 ára afmæli G. Skúlasonar: Myndir

img_5400_web.jpg

Um helgina fór fram afmælishátíð G. Skúlason verkstæðisins í tilefni þess að 25 ár voru liðin frá því Guðmundur Skúlason hóf rekstur verkstæðis árið 1987. Síðan hefur fyrirtækið stækkað og dafnað vel.

 

Hátíðin var haldin í Egilsbúð og voru gestir vel á þriðja hundrað talsins.  Veislustjóri var Jón Björn Hákonarson og Ingibjörg Bjarnadóttir skipulagði viðburðinn.

Ýmsir tóku til máls, þar má meðal annars nefna Pál Björgvin Guðmundsson bæjarstjóra Fjarðabyggðar, Magnús Helgason, framkvæmdastjóra Launafls, Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar hf og fleiri, ásamt því sem Þórarinn Guðnason flutti gamanvísur og Smári Geirsson fór stuttlega yfir sögu fyrirtækisins. Að lokum var endað á dansleik undir leik Danshljómsveitar Friðjóns.
 
img_5386_web.jpgimg_5393_web.jpgimg_5390_web.jpgimg_5403_web.jpgimg_5396_web.jpgimg_5389_web.jpgimg_5395_web.jpgimg_5402_web.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.