Gestirnir grandskoðuðu plötuspilarann á Bókakaffi

Plötuspilarinn sem stendur við útidyrnar á Bókakaffi í Fellabæ hefur gjarnan vakið athygli gesta. Í plötuskápnum sjálfum kennir líka ýmissa grasa.


„Síðasta sumar komu hingað hjón frá Ástralíu með tvo stráka, 9 og 11 ára. Plötuspilarinn var örugglega það merkilegasta sem þeir sáu í Íslandsferðinni,“ segir Gréta Sigurjónsdóttir sem rekur kaffihúsið.

„Ég heyrði að þeir spurðu pabba sinn spjörunum um hvað væri að gerast. Hann þurfti nánast að útskýra hvernig plötur væru framleiddar, hvernig hljóðið bærust úr hátölurunum og mynduðu spilarann í bak og fyrir.“

Það er eðlilegt að tónlistin sé í fyrirrúmi á Bókakaffinu enda Gréta vel þekkt í íslensku tónlistarlífi sem ein af Dúkkulísunum. Hún hefur meira að segja stundum spilað sjálf fyrir gesti á bókakaffi.

En yfir daginn er notast við plötuspilarann og flóran í plötuskápnum er sömuleiðis fjölbreytt. „Ég tek á móti plötum ef fólk vill. Gestir geta fengið að blaða í gegnum safnið og kaupa á 500 kall. Það er líka hægt að prófa plöturnar því spilarinn er til staðar.“

Gréta ljóstrar hins vegar upp því leyndarmáli að spilarinn er ekki jafn gamall og hann lítur út fyrir að vera. „Ég var með flatar græjur eins og voru til á mörgum heimilum en það fór nálin í honum. Þessi er keyptur í Símabæ fyrir nokkrum árum.

Maður er eins og plötusnúður þegar maður er með spilara. Alltaf að skipta um plötur og snúa við.“

En það verður stundum þreytt. „Spilarinn spilar líka diska. Ég get sett hann í gang þegar ég er orðin leið á að snúa plötunum.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar