Fyrirlestrar um staðbundið veðurfar

einar_sveinbjornsson.jpg
Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson heimsækir Austurland á vegum Austurbrúar um næstur helgi og ræðir um staðbundið veðurfari í fjórðungnum. Hann hefur heimsótt bæi og þorp víða um land og rætt við heimamenn um hinar stóru breytur sem áhrif hafa á staðbundið veðurfar.

Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn á Vonarlandi á Egilsstöðum milli klukkan 19:30 og 22:00 á föstudagskvöld. Þar verður farið í einkenni veðurlags á Austurlandi og einkum á Héraði. Rakið hver áhrif fjalla og dala eru á hita, vind, úrkomu og snjóalög. Skoðað hversu mikil áhrif sjórinn og sjávarhitinn hefur á veðurfar og hvaða afleiðingar hlýnandi veður hefur á Austurlandi. Einnig verður fjallað um hvaða gagn má hafa af veðurspám og hvernig þekking fólks á staðbundnu veðri getur aukið gagnsemi þeirra.

Seinni fyrirlesturinn verður í Safnahúsinu í Neskaupstað frá klukkan 13:00-15:30 á laugardag. Efnistök verða svipuð en sjónum beint að fjörðunum og þá einkum Norðfirði.

Sem fyrr segir er það Austurbrú sem stendur fyrir heimsókn Einars en verkefnið er styrkt af SÚN – Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað og Afli Starfsgreinafélagi. Ókeypis er á báða fyrirlestrana.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.