Færeyingar stigu þjóðdans á Egilsstöðum: Myndband

faereyskur_dans_vor12_web.jpg

Stór hópur Færeyinga, sem heimsótti Austurlandi í vor, vakti mikla lukku þegar hann steig dans fyrir utan verslun Nettó á Egilsstöðum. Fjöldi heimamanna tók þátt í dansinum.

 

Hópurinn var um 230 manns og ferðaðist um Austurland á fimm rútum. Hann kom með ferjunni Norrænu til landsins en á vegum Smyril-Line eru skipulagðar sérferðir til Íslands.

Færeyski útvarpsmaðurinn Elis Poulsen var með í för og lét vel af ferðinni. „Þetta er kvæðaferð og í haust er harmonikkuferð. Hópurinn dansaði hér Grettiskveðju. Við erum búin að skoða Eskifjörð og Skriðdal og gistum hér eina nótt,“ sagði Elis í samtali við Agl.is.
 
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.