Áfram skal haldið: Jónas og Valdimar á Álfaborgarsjens

braedslan_2011_0031_web.jpg

Fjölskylduhátíðin Álfaborgarsjens fer fram á Borgarfirði eystra næstkomandi helgi. Þetta er í 19. skiptið í röð sem hátíðin er haldin sem gerir hana að einni elstu Verslunarmannahelgarhátíð á meginlandinu. 

 

Hátíðin hefur haldið velli þrátt fyrir að hafa eignast litla systur í formi Bræðslunnar sem nú er vaxin henni nokkuð yfir höfuð. Að þessu sinni ber hæst á hátíðinni hið árlega hagyrðingamót á föstudagskvöld undir styrkri stjórn Freys Eyjólfssonar útvarpsmanns og skemmtikrafts, stórdansleik með hljómsveitinni Nefndinni á laugardagskvöld og rúsínan í pylsuendanum verða tónleikar á sunnudagskvöld með hinum nýættleidda syni Borgarfjarðar Jónasi Sigurðssyni auk Valdimars Guðmundssonar söngvara og gesta. 

Jónas hefur nýlokið við 18 tónleika á Borgarfirði á 20 dögum en á erfitt með að slíta sig frá Borgfirðingum mestmegnis vegna þess að þeir vilja ekki sleppa honum.

Álfaborgarsjens 2012

Fimmtudagur 2. ágúst

80's kokkteilakvöld í Álfakaffi

Föstudagur 3. ágúst

20:00 Hagyrðingamót í Fjarðarborg. Stjórnandi: Freyr Eyjólfsson. Hagyrðingar: Andrés Björnsson, Friðrik Steingrímsson, Halla Gunnarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn  Bergsson.
24:00 Lifandi tónlist í Álfakaffi að loknu hagyrðingamóti.

Laugardagur: 4. ágúst

13:00 Ævintýraferð barnanna
14:00 Knattspyrna á Borgarfjarðarvelli
16:00 Neshlaup. Hlaupið frá Snotrunesi og inn í Bakkagerði.
23:00 Dansleikur í Fjarðarborg með hljómsveitinni Nefndinni

Sunnudagur 5. ágúst

15:00 Lindabakkadagurinn. Sveitastjórnin bakar pönnukökur við Lindarbakka handa gestum og gangandi.
16:00 Sérkennileikar á Borgarfjarðarvelli. Keppni í óvenjulegum og jafnvel óþekktum íþróttagreinum.
22:00 Tónleikar í  Fjarðarborg með Jónasi Sigurðssyni og Valdimar Guðmundssyni ásamt gestum.
23:00 Lifandi tónlist í Álfakaffi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.