Flugakademía Keilis á Egilsstöðum á morgun: Kynnisflug í boði

flugmadur_keilir_web.jpg

Flugakademía Keilis verður á Egilsstöðum á morgun, miðvikudag, til að kynna flugnám og annað námsframboð við skólann. Keilismenn munu taka tal á heimafólki, hitta gamla nemendur, bjóða áhugasömum að skoða eina af kennsluflugvélum Keilis og fara í kynnisflug yfir bæinn. 

 

Heimsóknin verður tekin upp á myndband, en stefnt er að gera heimsóknina sem skemmtilegasta. Flugakademía Keilis býður upp á nám í flugtengdum greinum eins og einkaflugnám, atvinnuflugnám til blindflugsréttinda, flugþjónustunám og nám í flugumferðastjórn.

Keilismenn stefna á að vera á flugvellinum milli klukkan 11 og 15. Skráning í kynnisflugið er á www.facebook.com/keilir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.