Fjölbreytt dagskrá í Sláturhúsinu í febrúar

skaldin_a_skjanum_0003_web.jpg
Fjölbreytt dagskrá verður í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum næstu vikur. Bíósýning, stuttmyndanámskeið, leiksýning og æfingar danshóps eru meðal þess helsta á næstunni. 

Fyrsti viðburðurinn er í kvöld klukkan 22:00 þegar sýnd verður ný íslensk bíómynd, XL. Fjölskyldumaðurinn fyrrverandi, flagarinn óstýriláti og áfengisþyrsti þingmaðurinn Leifur Sigurðarson er skikkaður í meðferð af vini sínum og yfirmanni, forsætisráðherra Íslands áður en það gerist heldur hann matarboð.

Með aðalhlutverk fara Ólafur Darri Ólafsson og María Birta Bjarnadóttir. Aðgangseyrir er 1.250 krónur en myndin er bönnuð innan sextán ára.

Um næstu helgi verður haldið stuttmyndanámskeið á vegum Vegahússins. Þar verður farið yfir grunnatriði í kvikmyndatöku og klippingu ásamt hugmyndavinnu, handritagerð, söguborði, tækjabúnaði og fleiru.

Námskeiðið er sniðið að þörfum þeirra sem á það mæta en markmiðið verður að auka þekkingu og áhuga þeirra sem koma. Ekki er nauðsynlegt að búa yfir neinu öðru en áhuga og góðu skapi til að taka þátt. Námskeiðið er frítt og öllum opið en fjöldi þátttakenda takmarkaður. Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Helgina 15. – 17. febrúar verður leiksýningin Hinn fullkomni jafningi sýnd í Sláturhúsinu. 
Heimamaðurinn Unnar Geir Unnarsson fer með öll hlutverkin fimm í sýningunni en og tónlistin er í höndum Gríms Gunnarssonar. Leikstjóri sýningarinnar er Jenný Lára Arnórsdóttir.

Verkið, sem er einleikur fjallar um fimm menn. Þeir tengjast allir innbyrðis á einn eða annan hátt en samskipti þeirra endurspegla ekki aðeins reynslu samkynhneigðra af ástinni, heldur fela í sér sammannlega reynslu.

Á mánudag kemur danshópurinn Foreign Mountain á vegum Wilderness-verkefnisins sem verður við vinnu í og við Sláturhúsið út febrúar. Verkum hópsins lýkur á kynningu 23. febrúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.