Fjarðabyggð í úrslit Útsvars: Dansandi Jónsi hápunktur keppninnar

fjardabyggd_utsvar_mars13.jpg
Fjarðabyggð er komin í úrslit í spurningakeppninni Útsvari eftir 90-69 sigur á Skagafirði í undanúrslitum á föstudagskvöld. Liðsmaður segir leikinn og þjálfun í honum skipta lykilmáli.

„Keppnin spilaðist vel fyrir okkur. Við náðum strax forustu og héldum henni. Maður er samt aldrei rólegur fyrr en þetta er gulltryggt,“ segir læknaneminn Kjartan Bragi Valgeirsson.

Sem fyrr í vetur var lagði góður leikur grunninn að sigri Fjarðabyggðar en liðið fékk þar 24 stig gegn 12 stigum Skagfirðinga. Liðið tapaði þar þó fyrstu stigum sínum í þeim hluta keppninnar í vetur þegar mistókst að giska á Rod Stewart og Bob Dylan í þemanu poppstjörnur. 

Sérstaka kátínu vakti túlkun Jóns Svans Jóhannssonar á Beyoncy þar sem hann dillaði bossanum framan í liðsfélaga sína.

„Við höfum æft leikinn vel og kunnum inn á hvert annað. Það gefur meira en einhver kerfi. Jónsi túlkar þetta líka sæmilega. Hápunktur keppninnar á föstudag var þegar hann lék Beyoncy með miklum tilþrifum.“

Fjarðabyggð mætir Reykjavík í úrslitum keppninnar þann 2. maí.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.