Fimmta ljóðabók Lubba Klettaskálds komin út

skapalon_lubbi_klettaskald.jpg
Fellbæingurinn Lubbi Klettaskáld hefur sent frá sér ljóðabókina Skapalón, þá fimmtu á ferlinum. Hann valdi þá leið að gefa bókina út sjálfur. Hún er komin út á pappír og von er á rafbókaútgáfu.

Ljóðin eru samin eftir bankahrunið 2008 og eru því í dekkri kantinum þótt aldrei sé langt í kómíkina. Lubbi hefur einnig gaman af því að leika sér að orðum og er enginn skortur á slíku í Skapalóni. 

Áður hafa komið út ljóðabækurnar Kvæða hver? Skrafl, Svart á hvítu og Kvæðahver.

Sem sagt

sem ég 
sit hér

og drekki
mínum 
sorgum

oní
hyldjúpt
vínglasið

sorglegur
bitur
einmana

kuldalegur
vitur
máttvana

sem ég 
sit hér

sem ég

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.