Einar tólf þúsund bollur rétt duga til hjá Sesam brauðhúsi

Sú hefð að kýla út vömbina af bollum í aðdraganda og á sjálfan Bolludaginn virðist hreint ekki vera á útleið nema síður sé. Allt að tólf þúsund bollur hafa verið bakaðar hjá Sesam brauðhúsi á Reyðafirði þessa vertíðina og það gerir sennilega ekki meira en rétt duga út daginn.

Austurfrétt tók hús á bakarameistara Sesam, Val Þórssyni, í tilefni dagsins en hann er, sem kunnugt er, einn af fjórum nýjum eigendum þessa vinsæla bakarís. Þar á bæ sem víðar hafa bollur verið í boði í borðinu í viku, tvær eða svo fram að þessum degi og giskar Valur á að salan nú sé aðeins meiri en fyrir ári.

„Það er eitthvað smá eftir enn sem ætti að duga frameftir deginum. Ef ég ætti að skjóta þá erum við líklega búnir að framleiða á milli tíu og tólf þúsund bollur að þessu sinni og salan svona heldur meiri kannski en fyrir ári síðan.“

Áður fyrr var hending ef fleiri en ein tegund bollu fékkst almennt í bakaríum en það sannarlega breyst því tegundir og fyllingar skipta tugum. Mynd Sesam

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.